Úngfrúin góða og Húsið
1999

Úngfrúin góða og húsið

Höfundur: Halldór Laxness

Úngfrúin góða og Húsið er enn ein perlan úr sagnasjóði Halldórs Laxness. Sagan fjallar um fólkið í Húsinu sem er annt um mannorð sitt og grípur til örþrifaráða svo blettur falli ekki á heiður fjölskyldunnar. Í forgrunni eru samskipti systranna Þuríðar og Rannveigar en þrátt fyrir hinn harmsögulega undirtón ber frásögnin blæ einfaldleika og gamansemi.

Sagan kom fyrst út í safninu Fótatak manna árið 1933. Hún hefur verið gefin út um víða veröld en kemur hér út í fyrsta sinn á íslensku í sérstakri bók. Dóttir skáldsins, Guðný Halldórsdóttir, gerði kvikmynd byggða á sögunni.