TMM 4. hefti 2014

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 151 1.960 kr.
spinner

TMM 4. hefti 2014

Útgefandi : MM

1.960 kr.

TMM 4. hefti 2014
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 151 1.960 kr.
spinner

Um bókina

Þegar Jóhanna Egilsdóttir var lítil stúlka horfði hún á fjölskyldu sem flutt var sveitaflutningum og stóð til að sundra. Þessi mynd brenndi sig í vitund hennar og mótaði líf hennar og starf: hún varð einn af helstu leiðtogum verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld, stýrði verkakvennafélaginu Framsókn í 27 ár og sat þar í stjórn í 39 ár. Þetta félag átti aldarafmæli á dögunum og af því tilefni flutti Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra ræðu þar sem hún minntist ömmu sinnar og nöfnu, og er birt hér í heftinu. Það er alls ekki ýkja langt síðan það þótti eðlilegt úrræði gagnvart fátæku fólki að leysa upp fjölskyldur og eftirláta lægstbjóðendum framfærslu þess. Eðlilegt þótti að fólk væri algerlega réttindalaust. Ágætt er að rifja upp af og til að öll okkar lágmarksréttindi eru til komin vegna baráttu fólks eins og Jóhönnu Egilsdóttur.

Þeir Þorvaldur Gylfason og Þráinn Bertelsson eru baráttumenn okkar daga sem neita að viðurkenna að eitthvað sé hin náttúrulega og eðlilega skipan hlutanna fyrir þá sök eina að hafa tíðkast lengi. Í spjalli þeirra hér á síðunum segir Þráinn Þorvaldi frá þingmannsferli sínum á umbrotatímum síðasta kjörtímabils þegar hann sat þar sem fulltrúi Borgarahreyfingarinnar og síðar Vinstri grænna. Hér er margt bitastætt fyrir stjórnmálafræðinga og sagnfræðinga.

Að öðru leyti kennir margra grasa í heftinu að vanda: sögur og ljóð, fræðigreinar, hugrenningar og ritdómar.

Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson.

Tengdar bækur