Málverk í 20 ár
Útgefandi: Mál og menning 2007

Málverk í 20 ár

Höfundur: Tryggvi Ólafsson

Tryggvi Ólafsson er í hópi þekktustu núlifandi íslenskra listamanna. Eftir nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík stundaði hann nám við listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Þar hefur hann búið síðan, í hátt á fimmta áratug, unnið að list sinni og jafnframt kennt við akademíuna.

Í myndum Tryggva endurspeglast lífsreynsla hans og skoðanir; hann hefur skapað sinn eigin myndheim sem inniheldur tilvitnanir í goðsagnir, heimþrá, minningar, hugleiðingar um heiminn og hlutskipti manna.

Í þessari bók eru litprentanir málverka sem spanna feril Tryggva síðustu 20 ár.