Kantata

Útgefandi: JPV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 314 1.755 kr.
spinner
Kilja 2013 312 2.685 kr.
spinner
Rafbók 2017 990 kr.
spinner

Kantata

Útgefandi : JPV

990 kr.2.685 kr.

Kantata
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 314 1.755 kr.
spinner
Kilja 2013 312 2.685 kr.
spinner
Rafbók 2017 990 kr.
spinner

Um bókina

Ljósmyndarinn smellir af og örlög ráðast. Ekki þar og þá heldur annars staðar og síðar. Myndin af parinu er upphaf alls.

Þegar Nanna hugar að gróðrinum sér hún að allt er að fara úr böndum; greinarnar teygja sig upp á veröndina og hún hefur ekki lengur yfirsýn. – Finnur hefur svipaða tilfinningu gagnvart bókhaldi hótelanna; þar er eitthvað sem ekki stemmir. Í stórfjölskyldunni er allt í föstum skorðum og yfirborðið kyrrt. En þegar hægláti útlendingurinn birtist á sviðinu breytist hljómfallið skyndilega og snurða hleypur á annars óaðfinnanlegan þráð …

Kantata Kristínar Marju Baldursdóttur er stórbrotin og margradda fjölskyldusaga þar sem þræðir fléttast, spinnast, vindast og rakna. Náttúran leikur undir; óstýrilátt lífið í garðinum hennar Nönnu, trén, skordýrin, fuglarnir, og svo áin þar sem laxinn stekkur – þar sem dregur til tíðinda.

Kristín Marja Baldursdóttir hefur lengi verið meðal helstu rithöfunda landsins og skrifað fjölda ógleymanlegra sagna sem hlotið hafa frábæra dóma og einstakar viðtökur lesenda heima og erlendis.

5 umsagnir um Kantata

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur