Íslenskar eldstöðvar

Útgefandi: VH

Now go add some variable products!

Íslenskar eldstöðvar

Útgefandi : VH

islenskar_eldstodvar

Now go add some variable products!

Um bókina

Íslenskar eldstöðvar er glæsilegt fræðirit handa almenningi um eldvirkni á Íslandi í aldanna rás. Hér er fjallað um þau óblíðu öfl í iðrum jarðar sem mótað hafa ásjónu Íslands á umliðnum árþúsundum og haft mikil áhrif á lífið í landinu.

Ari Trausti Guðmundsson skrifar hér á lifandi hátt í liprum texta um allar eldstöðvar sem þekktar eru hér á landi. Áhersla er lögð á myndræna framsetningu efnisins og prýða verkið á fimmta hundrað ljósmyndir, kort og skýringarteikningar sem gera það enn aðgengilegra. Þannig hefur ekkert verið til sparað til þess að gera þetta forvitnilega efni sem best úr garði.

Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt en hann byggir einnig á upplýsingum frá fjölmörgum vísindamönnum sem sérfróðir eru um einstakar eldstöðvar og svæði.
Íslenskar eldstöðvar er viðamesta bók sem gefin hefur verið út um jarðelda hér á landi. Þetta er traust upplýsingarit þar sem íslensk náttúra og ofurkraftar hennar birtast í öllu sínu veldi.

Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001.

Tengdar bækur