Íslensk spendýr

Útgefandi: VH
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2004 14.545 kr.
spinner

Íslensk spendýr

Útgefandi : VH

14.545 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2004 14.545 kr.
spinner

Um bókina

Sérhver dýrategund er kynnt í lifandi og áhugaverðum texta og einstæðar vatnslitamyndir Jóns Baldurs Hlíðberg, auk fjölda korta og skýringarmynda, auka mjög á gildi hennar. Hér er lokið upp fjölbreytilegum undraheimi íslenskara náttúru á einkar aðgengilegan hátt.

Bókin er skrifuð af færustu vísindamönnum landsins á sviði dýrafræði en Páll Hersteinsson prófessor ritstýrir verkinu. Hvarvetna er stuðst við nýjustu rannsóknir og birtar ýmsar niðurstöður sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir áður.

Íslensk spendýr er kærkomin viðbót í ritröðina Alfræði Vöku-Helgafells og sannkallaður kjörgripur fyrir alla unnendur íslenskrar náttúru. Aðrir höfundar texta eru: Droplaug Ólafsdóttir, Erlingur Hauksson, Gísli A. Víkingsson, Guðbjörg Á. Stefánsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Karl Skírnisson, Menja von Schmalensee, Róbert A. Stefánsson, Skarphéðinn G. Þórisson, Stefán Aðalsteinsson, Valur Bogason og Þórir Haraldsson.

Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2004.

Tengdar bækur