Íslensk bókmenntasaga 5

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 5.835 kr.
spinner

Íslensk bókmenntasaga 5

Útgefandi : MM

5.835 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 5.835 kr.
spinner

Um bókina

Í þessu fimmta og síðasta bindi Íslenskrar bókmenntasögu er fjallað ítarlega um flesta þætti íslenskra bókmennta frá miðri 20. öld og allt til aldarloka. Hér er sjónum beint að formbyltingu og módernisma í ljóðagerð og sagt frá hatrömmum átökum um ljóðformið. Einnig er fjallað um sögur Thors Vilhjálmssonar, Guðbergs Bergssonar og Svövu Jakobsdóttur sem boðuðu nýja tíma en verk þeirra og fleiri sagnahöfunda ollu líka miklum deilum. Í þessu bindi er sömuleiðis rækileg og tímabær umfjöllun um íslenska leikritun allt frá 1918 fram til aldamóta og sérstakur kafli um íslenskar barnabækur síðustu áratuga. Þá er hér gerð ítarleg grein fyrir ljóða- og sagnagerð á Íslandi eftir 1970 og reifaðar hinar ýmsu stefnur sem þá urðu áberandi; nýraunsæi, fantasíu, uppreisn og póstmódernisma. Loks segir frá því sem kalla má blómaskeið skáldsögunnar í aldarlok og öllum helstu höfundum sem þar koma við sögu gerð nokkur skil.

Höfundar efnis í þessu bindi eru allir gagnmenntaðir fræðimenn, virtir á sínu sviði og hafa skrifað fjölda bóka og greina: Árni Ibsen, bókmenntafræðingur og skáld, dr. Dagný Kristjánsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, Guðmundur Andri Thorsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, sem einnig ritstýrir verkinu, Jón Yngvi Jóhannsson, M.A., Magnús Þór Þorbergsson, leikhúsfræðingur, Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur, Matthías Viðar Sæmundsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, og Silja Aðalsteinsdóttir, cand.mag. og rithöfundur.

Tengdar bækur