Iðunn & afi pönk
2020

Iðunn & afi pönk

Höfundur: Gerður Kristný

Þegar hjólið hennar Iðunnar hverfur kemur bara eitt til greina – systurnar í Súluhöfða hljóta að hafa tekið það. Þá er verst að mamma og pabbi eru
farin í ferðalag og barnapían afi pönk hugsar meira um lúsmý og eldgamlar hljómsveitir en tapað hjól. Iðunn og afi pönk er stórskemmtileg saga um flókna ráðgátu og öll vandræðin sem gamlir pönkarar geta þvælt sér í.

Gerður Kristný er einn af okkar færustu höfundum og skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna. Hún hlaut Bókaverðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin og Bóksalaverðlaunin fyrir Garðinn og eftir bókaflokki hennar um forsetann á Bessatöðum samdi Gerður vinsælan söngleik.