Grallarar í gleðileit

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 40 1.590 kr.
spinner

Grallarar í gleðileit

Útgefandi : MM

1.590 kr.

Grallarar i gledileit
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 40 1.590 kr.
spinner

Um bókina

Mamma er upptekin og alveg hætt að brosa.

Eitthvað verður að gera við því … en hvað?
Tolli og Toddi vita það vel.

Út er komin bráðskemmtileg grallarasaga eftir Björk Bjarkadóttur, höfund bókanna um súperömmuna. Í sögunni Grallarar í gleðileit er greint frá afskaplega hressilegum uppátækjum Tolla og Todda sem takast það á hendur að hressa mömmu við.

Grallarar í gleðileit er ríkulega myndskreytt og hentar lesendum frá fjögurra ára aldri.

****
„... listavel unnið efni og til fyrirmyndar."
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

„Sagan er skemmtileg og falleg.“
Birta Björnsdóttir / Morgunblaðið

Björk er bæði höfundur mynda og texta. Myndirnar eru líflegar og skemmtilegar og líklegar til að höfða til ungra lesenda sinna. Sagan höfðar áreiðanlega vel til krakka með ríkt ímyndunarafl þar sem að falin tígrísdýr í ullarfeldi kindar er jafn eðlilegur hlutur og blár himinn.
Sigurður Ólafsson / bokmenntir.is

Grallarar í gleðileit er bráðskemmtileg myndabók með góðri blöndu af grallaraskap og væntumþykju sem gefur færi á áhugaverðum samtölum við litla spekinga um líðan fólksins í kringum okkur.
Helga Ferdinandsdóttir / midjan.is

Tengdar bækur