Arnaldur Indriðason

Grafarþögn í bíó

Í hugum margra aðdáenda bóka Arnaldar Indriðasonar er Grafarþögn meðal hans allra áhrifamestu skáldsagna, ef ekki sú áhrifamesta. Hún hlaut Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin 2003 (eins og Mýrin hafði gert árið áður), og nú er hún á leið í bíó. Leikstjórinn er Baltasar Kormákur sem einnig leikstýrði Mýrinni (2006), aðsóknarmestu íslensku kvikmyndinni frá því að mælingar hófust.

Tökur hefjast vonandi áður en þetta ár er liðið og fastlega er gert ráð fyrir að aðalleikararnir úr Mýrinni, Ingvar E. Sigurðsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir, verði einnig með nú í hlutverkum Erlendar lögreglumanns og Evu Lindar dóttur hans.

Sagan hefst í samtímanum á því að mannabein finnast í grunni nýbyggingar í Þúsaldarhverfinu. Svo hverfur sagan nokkra áratugi aftur í tímann og dregur smám saman upp óhugnanlega mynd af fjölskyldulífi í húskofa á þessum stað á stríðsárunum. En ekkert glæpamál er of flókið eða fjarlægt fyrir hina snjöllu þrenningu Arnaldar, Erlend, Elínborgu og Sigurð Óla.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning