Fíasól og litla ljónaránið
Útgefandi: Mál og menning 2010

Fíasól og litla ljónaránið

Höfundar: Kristín Helga Gunnarsdóttir, Halldór Baldursson

Það er ekki að spyrja að flækjuhausnum Fíusól, hún lendir í einhverju fjörugu á hverjum degi. Í nýjustu bókinni, Fíasól og litla ljónaránið, segir af ótrúlegri atburðarrás – og litlum apaskottum, búlgörskum farandsöngvurum, úrræðagóðri mömmu og velheppnaðri ferð í skemmtigarð og skriðdýrahús.

Fíasól og litla ljónaránið
er sjötta bókin um þetta fjöruga stelpuskott en hressilegar sögur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur og bráðfyndnar myndir Halldórs Baldurssonar gera Fíusól að eftirlæti íslenskra bókaorma ár eftir ár.

Bókin hentar lesendum á frá fjögurra ára aldri og er skreytt fjölda skemmtilegra litmynda.