Dyr að draumi
Útgefandi: Mál og menning 2005

Dyr að draumi

Höfundur: Þorsteinn frá Hamri

Dyr að draumi geymir um 40 ljóð eftir Þorstein frá Hamri. Þorsteinn hefur lengi átt sess meðal fremstu ljóðskálda sem yrkja á íslensku og allt frá því hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, tvítugur að aldri, hefur hann mótað og fágað ljóðstíl sinn.

 

Sólbráð

Hægt og hægt
urðu að engu
spor

stigin af staðfestu, þrungin
merkingu, meinum og sælu

upphleypt, hörð
ísaspor …