Draumsverð
Útgefandi: Vaka-Helgafell 2013

Draumsverð: Þriggja heima saga #2

Höfundar: Snæbjörn Brynjarsson , Kjartan Yngvi Björnsson

Innsiglin sjö sem vitringarnir skópu fyrir nærri þúsund árum eru að rofna. Skuggarnir geta því aftur snert heimana þrjá og eftir að manngálkn þeirra réðust á þorpið Vébakka hafa Ragnar, Breki og Sirja verið á flótta. Leið þeirra liggur nú suður á bóginn, inn í Yglumýri, þar sem nornin Heiðvíg Ormadróttin er sögð dvelja. Með aðstoð Nanúks, dularfulla veiðimannsins úr norðri, verða krakkarnir að bjóða dauðanum birginn í myrkviðum mýrarinnar. Þar bíða þeirra ógurleg skrímsli og Sirja heyrir gamalkunnan en þó framandi söng.

Draumsverð er önnur bókin í Þriggja heima sögu, æsispennandi sagnaflokki þar sem blóðgaldrar, falin leyndarmál og gleymdar óvættir ógna heimunum öllum. Fyrsta bókin, Hrafnsauga, hlaut gríðargóðar viðtökur lesenda á öllum aldri, hreppti Íslensku barnabókaverðlaunin og var valin unglingabók ársins af bóksölum.