Dagbók frá veröld sem var: myndir frá stríðsárunum á Íslandi

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 116 6.590 kr.
spinner

Dagbók frá veröld sem var: myndir frá stríðsárunum á Íslandi

Útgefandi : MM

6.590 kr.

Dagbók frá veröld sem var eftir Emil Edgren
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 116 6.590 kr.
spinner

Um bókina

Dagbók frá veröld sem var er einstakt myndasafn ljósmyndara bandaríska hersins, Emils Edgren, sem dvaldi á Íslandi á stríðsárunum.

Emil Edgren fór víða um Evrópu á árum heimsstyrjaldarinnar síðari og dvaldi á Íslandi á árunum 1942–1943, þá rúmlega tvítugur, og frá þeim tíma eru ljósmyndirnar óvenjulegu sem fylla þessa bók. Annars staðar í Evrópu geisaði styrjöldin með eyðileggingarmætti sínum en hér var fólk önnum kafið við hversdagsleg störf, búskap, þvotta, vöruflutninga, og sérstaka athygli vekja hrífandi myndir af börnum við leik og störf. Emil er einstaklega næmur ljósmyndari og myndir hans hreyfa við hverjum sem þær skoða og erfitt er að hafa augun af þeim.

Myndirnar í bókinni voru teknar á Speed Graphic 4×5 myndavél, á Kodak Super Pan Press ISO 200 svarthvíta filmu, og framkallaðar af Emil sjálfum. Emil er nú á tíræðisaldri en hann er enn óþreytandi ljósmyndari. Nú til dags á hann stafræna myndavél en gamla Speed Graphic-vélin er enn nothæf.

Myndadagbók ljósmyndarans segja einstaka sögu frá horfnum heimi, rifja upp liðna tíð en sýna líka það sem aldrei breytist.

1 umsögn um Dagbók frá veröld sem var: myndir frá stríðsárunum á Íslandi

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur