Ást í blíðu og stríðu
Útgefandi: Mál og menning 2007

Ást í blíðu og stríðu

Höfundar: Guðfinna Eydal, Álfheiður Steindórsdóttir

Ástin er dýrmæt. Hún er sterkasta tilfinningin sem flest okkar upplifa og jafnframt sú tilfinning sem ræður mestu um líf okkar og líðan. Ástin getur breytt öllu og kallað fram óendanlega hamingju en líka dýpsta sársauka. Hér er komin bók sem getur hjálpað fólki að efla hamingjuna og takast á við erfiðleikana.

Fjallað er ítarlega um erfið sambönd og sambúðarvanda, framhjáhöld og afleiðingar þeirra, skilnaði – góða og slæma – seinni sambúðir og vanda sem þeim getur fylgt, stjúpfjölskyldur og samskipti við fyrri maka, en einnig um missi maka og sálarkreppu sem honum fylgir.