Sumarið er komið!
Því tókum við saman nokkrar góðar sumarbækur sem fara vel með sólinni. Þú finnur eitthvað við þitt hæfi hvort sem þú leitar að spennu, rómantík eða húmor.

Engin málamiðlun

Engin málamiðlun

„Einstök spenna, Child bregst ekki lesendum sínum.“

Engin málamiðlun eftir Lee Child er ný spennusaga um naglann Jack Reacher en fyrri bækur um kappann hafa notið mikilla vinsælda hérlendis.

Bók fyrir þá sem kunna að meta alvöru spennu!


1793

Besti sögulegi krimminn frá því að Í nafni rósarinnar eftir Umberto Eco kom út.“ 
Jyllands-Posten

1793 eftir hinn sænska Niklas Natt och Dag er margverðlaunuð og æsispennandi sagnfræðileg skáldsaga sem slegið hefur í gegn víðsvegar um heim.

Höfundur sökkti sér djúpt ofan í sögu Stokkhólmar við ritun bókarinnar og tekst einkar vel að fanga drungalega stemningu haustsins 1793.


Meðleigjandinn

Meðleigjandinn

„Yndislestur frá upphafi til enda, skemmtileg og dramatísk.“
Kirkus Review

Meðleigjandinn eftir Beth O’Leary hefur heldur betur slegið í gegn en bókin er einstaklega góð blanda af rómantík og húmor.

Hiklaust hægt að mæla með þessari við sundlaugarbakkann.


Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið

Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið

Gamlinginn ekki dauður úr öllum æðum! 

Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið er sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu bók Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, sem sló heldur betur í gegn á sínum tíma.

Meinfyndin og stórskemmtileg saga sem gefur fyrri bókum Jonas Jonasson ekkert eftir.


Urðarmáni

Urðarmáni

Hvað myndi gerast ef farsótt á borð við spænsku veikina skylli á í nútímanum?

Skáldsagan Urðarmáni eftir lækninn Ara Jóhannesson er grípandi og áhrifamikil söguleg skáldsaga sem gerist í Reykjavík 1918 þegar spánska veikin geisaði yfir.

Urðarmáni er önnur skáldsaga Ara en hans fyrri bók, Lífsmörk, kom út árið 2014 og fékk afbragðsgóðar viðtökur.


Olga

Olga

Olga  eftir Bernhard Schlink er heillandi ástarsaga sem er samtvinnuð sögu Þýskalands fram eftir 20. öldinni. a

Bernhard Schlink sló í gegn með skáldsögunni Lesarinn sem fór sigurför um heiminn, var kvikmynduð og þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal íslensku.

Olga gefur fyrri verkum Schlink ekkert eftir og hefur fengið góðar viðtökur víðsvegar um heim.